Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 01. september 2021 10:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mendy sjokkeraður yfir að vera ekki í VIP-álmu í fangelsinu
Benjamin Mendy, vinstri bakvörður Manchester City, dúsir þessa stundina í fangelsi.

Í síðustu viku var greint frá því að Mendy hefði verið ákærður af lögreglunni fyrir nauðganir og kynferðislegt ofbeldi. Um er að ræða fjórar mismunandi ákærur um nauðgun.

Mendy var sendur í leyfi frá Manchester City eftir að ákæran var birt í síðustu viku.

Fram kemur á Mirror eigi erfitt uppdráttar í fangelsinu þar sem hann hafi búist við því að vera sendur í VIP-álmuna fyrir fræga og ríka fólkið.

Hinn 27 ára gamli Mendy bjóst við því að vera sendur heim en svo er ekki. Hann er í fangelsi í Liverpool. Hvort það sé einhver sérstök VIP-álma þar, það er óvitað.

Mendy á að mæta fyrir dómara þann 10. september. Hann er ákærður fyrir þrjár nauðganir í október 2020, kynferðislegt ofbeldi í janúar á þessu ári og nauðgun fyrr í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner