Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 01. september 2022 11:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea og Barcelona ná saman um kaupverð
Mynd: Getty Images
Chelsea er að kaupa Pierre-Emerick Aubameyang frá Barcelona og greiðir fyrir hann ríflega tólf milljónir punda. Frá þessu greinir íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano. Barcelona fær einnig Marcos Alonso frá Chelsea í kaupbæti.

Aubameyang er 33 ára framherji sem þekkir vel til í Lundúnum því hann var leikmaður Arsenal í fjögur ár. Hann fór til Barcelona í janúar á þessu ári en virðist núna vera að snúa aftur til Englands.

Marcos Alonso hefur verið orðaður við Barcelona í allt sumar og nú virðist hann vera á leiðinni þangað. Hann er 31 árs gamall vinstri bakvörður sem hefur verið hjá Chelsea í sex ár.

Hann er uppalinn hjá Real Madrid en mikill rígur er á milli Real og Barcelona. Alonso hefur ekkert komið við sögu hjá Chelsea í upphafi þessa tímabils.

Búist er við því að Aubameyang skrifi undir tveggja ára samning við Chelsea með möguleika á eins árs framlengingu. Chelsea hefur verið í leit að sóknarmanni eftir að félagið hleypti Romelu Lukaku til Inter og Timo Werner til RB Leipzig í sumar.
Athugasemdir
banner
banner