Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. september 2022 08:20
Brynjar Ingi Erluson
Henderson meiddist í gær - Tekst Klopp að sækja miðjumann?
Jordan Henderson er meiddur
Jordan Henderson er meiddur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Youri Tielamans til Liverpool?
Youri Tielamans til Liverpool?
Mynd: Getty Images
De Jong myndi smellpassa í LIverpool en líkurnar eru ekki miklar á að hann endi á Anfield
De Jong myndi smellpassa í LIverpool en líkurnar eru ekki miklar á að hann endi á Anfield
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, meiddist í 2-1 sigri liðsins á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Nú eru fjórir miðjumenn á meiðlalista félagsins og sem aldrei fyrr þarf félagið á öðrum miðjumanni að halda.

Henderson meiddist aftan í læri í gær og þurfti á skiptingu að halda en hann fer í myndatöku í dag og kemur þá í ljóst hvort þau séu af alvarlegum toga.

Hann er fjórði miðjumaðurinn sem fer á meiðslalistann hjá Liverpool á eftir þeim Thiago, Naby Keita og Alex-Oxlade Chamberlain.

Það hefur verið kallað eftir því að Liverpool styrki miðsvæðið fyrir gluggalok og er Liverpool nú að skoða markaðinn.

Hverjir koma til greina?

Mörg nöfn eru á borðinu. Douglas Luiz hjá Aston Villa hefur verið orðaður við félagið síðustu daga og sagði einn brasilískur blaðamaður frá því að Liverpool væri búið að leggja fram tilboð í leikmanninn. Hann á ár eftir af samningi og nokkuð ódýr.

Konraid Laimer, leikmaður RB Leipzig, er annar leikmaður sem var nefndur. Liverpool var í sambandi við Leipzig en það er ekki líklegt að hann mæti á Anfield. Hann á einnig ár eftir af samningi.

Youri Tielemans, miðjumaður Leicester, á ár eftir af samningi og hefur ónefnt félag lagt fram 19 milljóna punda tilboð í hann. Það er talið að Liverpool hafi áhuga á honum en Arsenal og Manchester United hafa einnig fylgst með honum. Arsenal er einnig að leita að miðjumanni.

Moises Caicedo er annar sem hefur verið sterklega orðaður við Liverpool. Það hefur verið greint frá því að Liverpool hafi lagt fram tilboð í hann en Brighton hafnað því. Þetta er spennandi leikmaður en Brighton virðist ekkert á þeim buxunum að selja hann á lokadegi gluggans.

Houssem Aouar hjá Lyon er spennandi kostur. Það var talið að hann væri á leið til Nottingham Forest en svo virðist ekki vera. Hann er falur fyrir lítinn pening og með gríðarleg gæði.

Svo er það ólíklegasti kosturinn af öllum, Frenkie de Jong, en Barcelona er opð fyrir því að selja. De Jong færi ekki ódýrt og launakostnaðurinn útilokar líklega Liverpool, enda ekki fræðilegur að félagið sé reiðubúið að bjóða honum svipuð laun og hann er með á Spáni. Hann hefur verið sterklega orðaður við Manchester United í sumar, en Chelsea og Liverpool hafa einnig komið inn í umræðuna.
Athugasemdir
banner
banner