fim 01. september 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeild kvenna: Valur mætir tékknesku meisturunum
Íslands- og nú bikarmeistarar Vals.
Íslands- og nú bikarmeistarar Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava Rós og stöllur hennar mæta Guðrúnu Arnardóttir og hennar liði Rosengård.
Svava Rós og stöllur hennar mæta Guðrúnu Arnardóttir og hennar liði Rosengård.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var dregið í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar kvenna. Íslandsmeistarar Vals voru á meðal liða í pottinum.

Valur mætir tékknesku meisturunum í Slavia Prag. Valur var dregið á undan og á því fyrri leikinn á heimavelli sínum. Fyrri leikirnir í umferðinni fara fram daganna 20/21 september og seinni leikirnir 28/29 september. Sigurliðin í þessari umferð fara áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Nokkur Íslendingalið voru í pottinum. Cloe Lacasse og stöllur hennar í Benfica mæta skosku meisturunum í Rangers, Svava Rós Guðmundsdóttir og hennar liðsfélagar í Brann mæta Guðrúnu Arnardóttir og hennar liði Rosengård og Sara Björk Gunnarsdóttir og lið hennar Juventus mætir dönsku meisturunum í HB Köge.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir (PSG) á fyrir höndum einvígi gegn Häcken, Selma Sól Magnúsdóttir (Rosenborg) mætir Real Madrid annað árið í röð og þær Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir hjá Bayern mæta Real Sociedad.

Þessi lið mætast:
Vorskla-Kharkiv - Vllaznia
Sarajevo - Zürich
Rangers - Benfica
KuPS - St. Pölten
Valur - Slavia Prag
Brann - Rosengård
HB Köge - Juventus
Arsenal - Ajax
PSG - Häcken
Real Sociedad - Bayern Munchen
Rosenborg - Real Madrid
Sparta Prag - Roma
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner