Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 01. október 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ekki lengur hægt að kaupa utan glugga í La Liga
Mynd: Getty Images
La Liga hefur ákveðið að fjarlægja reglu sem Barcelona nýtti sér til að kaupa danska framherjann Martin Braithwaite frá Leganes á síðustu leiktíð.

Barca keypti Braithwaite eftir að félagaskiptaglugginn í janúar lokaði vegna sérstakrar reglu sem gerði liðum kleift að kaupa nýja leikmenn til að fylla í skarð þeirra sem detta í langtímameiðsli.

Stjórn La Liga áttaði sig ekki á áhrifunum sem þetta gæti haft, en Leganes lenti í miklum vandræðum því félagið neyddist til að selja Braithwaite sem var með 18 milljón evru riftunarákvæði.

Leganes féll úr deildinni þar sem liðinu vantaði sóknarmenn á seinni hluta tímabils. Leganes skoraði tæpt mark á leik eftir að Braithwaite, sem hafði gert 6 mörk í 24 leikjum, var seldur.
Athugasemdir
banner
banner