Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 01. október 2022 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingvar: Vildi bæta 30 mínútum í viðbót í lappirnar á strákunum
Bikarnum fagnað.
Bikarnum fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ingvar og Þórður Ingason.
Ingvar og Þórður Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er alltaf jafngaman að vinna titil. Mér fannst við spila frábæran leik í dag," sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, eftir sigur gegn FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Ég hafði litlar áhyggjur af þessu. Mér fannst þessi leikur svipaður og maður bjóst við. FH er með frábæra leikmenn innan hópsins þó það hafi gengið illa hjá þeim í sumar. Maður vissi að þeir myndu eiga sín augnablik og gætu verið hættulegir."

Ingvar ánægður með spilamennskuna hjá Víkingum en hefði viljað sjá liðið nýta sín færi betur.

Ingvar gerði sjálfsmark þegar FH jafnaði undir lokin. Það var frekar klaufalegt mark.

„Þetta var klaufalegt. Boltinn er að koma fyrir og rekst í tána á einhverjum, hann spinnast undir mig. Mér finnst við ekki hafa spilað nægilega mikið af mínútum í sumar þannig að ég vildi bæta 30 mínútum í viðbót í lappirnar á strákunum," sagði Ingvar léttur um markið.

Víkingar skoruðu snemma í framlengingunni og tryggðu sér sigurinn.

„Það var svo mikil orka í okkur að ég hafði eiginlega engar áhyggjur. Mér fannst FH-ingarnir orðnir miklu þreyttari. Ég vil hrósa FH, þeir voru frábærir líka."

Af hverju eru Víkingar svona mikið bikarlið?

„Ætli það sé ekki bara þjálfarinn? Hvernig hann leggur þetta upp; hann gírar menn vel upp sama hvort það sé á móti Haukum á Ásvöllum eða í bikarúrslitaleiknum. Hann lagði þennan leik mjög vel upp. Hann fær stemninguna í menn," sagði Ingvar um Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga.

„Það verða einhver fagnaðarlæti en það eru bara fjórir dagar í næsta leik. Menn leyfa sér aðeins að fagna."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner