Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   lau 01. október 2022 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingvar: Vildi bæta 30 mínútum í viðbót í lappirnar á strákunum
Bikarnum fagnað.
Bikarnum fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ingvar og Þórður Ingason.
Ingvar og Þórður Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er alltaf jafngaman að vinna titil. Mér fannst við spila frábæran leik í dag," sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, eftir sigur gegn FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Ég hafði litlar áhyggjur af þessu. Mér fannst þessi leikur svipaður og maður bjóst við. FH er með frábæra leikmenn innan hópsins þó það hafi gengið illa hjá þeim í sumar. Maður vissi að þeir myndu eiga sín augnablik og gætu verið hættulegir."

Ingvar ánægður með spilamennskuna hjá Víkingum en hefði viljað sjá liðið nýta sín færi betur.

Ingvar gerði sjálfsmark þegar FH jafnaði undir lokin. Það var frekar klaufalegt mark.

„Þetta var klaufalegt. Boltinn er að koma fyrir og rekst í tána á einhverjum, hann spinnast undir mig. Mér finnst við ekki hafa spilað nægilega mikið af mínútum í sumar þannig að ég vildi bæta 30 mínútum í viðbót í lappirnar á strákunum," sagði Ingvar léttur um markið.

Víkingar skoruðu snemma í framlengingunni og tryggðu sér sigurinn.

„Það var svo mikil orka í okkur að ég hafði eiginlega engar áhyggjur. Mér fannst FH-ingarnir orðnir miklu þreyttari. Ég vil hrósa FH, þeir voru frábærir líka."

Af hverju eru Víkingar svona mikið bikarlið?

„Ætli það sé ekki bara þjálfarinn? Hvernig hann leggur þetta upp; hann gírar menn vel upp sama hvort það sé á móti Haukum á Ásvöllum eða í bikarúrslitaleiknum. Hann lagði þennan leik mjög vel upp. Hann fær stemninguna í menn," sagði Ingvar um Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga.

„Það verða einhver fagnaðarlæti en það eru bara fjórir dagar í næsta leik. Menn leyfa sér aðeins að fagna."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner