Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 01. október 2022 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mist búin að spila sinn síðasta leik? - „Má ekki við því að slíta aftur"
Kvenaboltinn
Mist með Dóru Maríu Lárusdóttur eftir leik. Þær eiga von á barni á næstunni.
Mist með Dóru Maríu Lárusdóttur eftir leik. Þær eiga von á barni á næstunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er rosalega góð tilfinning og ótrúlega gaman að fá að lyfta þessum skildi," sagði Mist Edvardsdóttir, varnarmaður Vals, eftir leik Vals og Selfoss í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Selfoss

Valur er bæði Íslands- og bikarmeistari, þetta er búið að vera stórkotlegt tímabil hjá félaginu.

„Ef þetta er mitt síðasta tímabil, þá er ofboðslega sætt að enda það svona - á tvennunni."

Mist var ekki með í dag. Hún meiddist illa gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni á dögunum en hún er með slitið krossband í fjórða sinn. Gríðarlega mikil óheppni hjá þessum frábæra leikmanni.

„Þetta er slitið krossband, skaddað liðband og eitthvað. Ég fer í aðgerð í nóvember. Ég ætla fyrst að fá eitt lítið kríli í heiminn, taka smá fæðingarorlof og svo fer ég í aðgerð að láta laga þetta."

Er hún að hugsa um að leggja skóna á hilluna?

„Mér finnst það líklegt úr því að þetta er fjórða slitið hjá mér, að þetta sé búið. Ég má ekki við því að slíta aftur, ég á ekki fleiri sinar til að laga það. Það kæmi mér á óvart ef ég færi aftur út á völl. Ég lýg því ekki að manni langar að halda áfram þegar það gengur svona vel," segir Mist.

Allt viðtalið er hér að ofan en þar ræðir Mist meira um tímabilið sem er að baki.
Athugasemdir
banner
banner