Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
   lau 01. október 2022 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mist búin að spila sinn síðasta leik? - „Má ekki við því að slíta aftur"
Kvenaboltinn
Mist með Dóru Maríu Lárusdóttur eftir leik. Þær eiga von á barni á næstunni.
Mist með Dóru Maríu Lárusdóttur eftir leik. Þær eiga von á barni á næstunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er rosalega góð tilfinning og ótrúlega gaman að fá að lyfta þessum skildi," sagði Mist Edvardsdóttir, varnarmaður Vals, eftir leik Vals og Selfoss í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Selfoss

Valur er bæði Íslands- og bikarmeistari, þetta er búið að vera stórkotlegt tímabil hjá félaginu.

„Ef þetta er mitt síðasta tímabil, þá er ofboðslega sætt að enda það svona - á tvennunni."

Mist var ekki með í dag. Hún meiddist illa gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni á dögunum en hún er með slitið krossband í fjórða sinn. Gríðarlega mikil óheppni hjá þessum frábæra leikmanni.

„Þetta er slitið krossband, skaddað liðband og eitthvað. Ég fer í aðgerð í nóvember. Ég ætla fyrst að fá eitt lítið kríli í heiminn, taka smá fæðingarorlof og svo fer ég í aðgerð að láta laga þetta."

Er hún að hugsa um að leggja skóna á hilluna?

„Mér finnst það líklegt úr því að þetta er fjórða slitið hjá mér, að þetta sé búið. Ég má ekki við því að slíta aftur, ég á ekki fleiri sinar til að laga það. Það kæmi mér á óvart ef ég færi aftur út á völl. Ég lýg því ekki að manni langar að halda áfram þegar það gengur svona vel," segir Mist.

Allt viðtalið er hér að ofan en þar ræðir Mist meira um tímabilið sem er að baki.
Athugasemdir