Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 01. október 2024 20:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski deildabikarinn: Ósannfærandi vítaspyrna tryggði sigur Newcastle
Fabian Schar
Fabian Schar
Mynd: Getty Images

Newcastle 1 - 0 Wimbledon
1-0 Fabian Schar ('45 , víti)


Newcastle er komið áfram í 16-liða úrslit enska deildabikarsins eftir sigur á D-deildarliði Wimbledon í kvöld.

Newcastle var með þónokkra yfirburði en Wimbledon komst ekki nálægt marki úrvalsdeildarliðsins.

Newcastle tókst hins vegar aðeins að skora eitt mark en það var Fabian Schar sem gerði það af vítapunktinum. Vítaspyrnan var ekki sannfærandi en Owen Goodman, markvörður Wimbledon, var heldur ekki sannfærandi í markinu.

Newcastle fær Chelsea í heimsókn í 16-liða úrslitum.

Newcastle [1] - 0 Wimbledon - Fabian Schar Penalty + call
byu/Woodstovia insoccer


Athugasemdir
banner
banner