Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   þri 01. október 2024 08:10
Elvar Geir Magnússon
Inzaghi og Southgate orðaðir við Man Utd
Powerade
Simone Inzaghi stýrir Ítalíumeisturum Inter.
Simone Inzaghi stýrir Ítalíumeisturum Inter.
Mynd: EPA
Liverpool hefur áhuga á Tchouameni.
Liverpool hefur áhuga á Tchouameni.
Mynd: EPA
Erik ten Hag stjóri Manchester United er talinn vera á þunnum ís og ensku götublöðin keppast við að orða menn við starfið hans. Þetta og svo mikið fleira í slúðurpakka dagsins.

Simone Inzaghi, stjóri Inter í Mílanó, og Gareth Southgate, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, eru sagðir á blaði Manchester United ef félagið rekur Erik ten Hag. (Star)

Ruud van Nistelrooy kemur einnig til greina eftir að hafa snúið aftur til Manchester United í sumar og komið inn í þjálfarateymið. (Times)

Arsenal og Real Madrid eru meðal margra evrópskra félaga sem hafa áhuga á að fá brasilíska miðvörðinn efnilega Vitor Reis (18) frá Palmeiras. (Athletic)

Barcelona ætlar að gera sumartilboð í Mason Greenwood (23) leikmann Marseille en mun mæta harðri samkeppni frá Paris St-Germain um enska framherjann. (Sun)

Pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny (34) hefur farið í læknisskoðun hjá Barcelona þar sem hann er að taka hanskana fram að nýju og semja við spænska sórliðið. (Fabrizio Romano)

Real Madrid er opið fyrir tilboðum í franska miðjumanninn Aurelien Tchouameni (24) en Liverpool er það félag sem hefur mestan áhuga á að kaupa hann fyrir 66 milljónir punda næsta sumar. (Fichajes)

Aston Villa og West Ham berjast um að fá Hugo Duro (24), spænskan framherja Valencia, fyrir allt að 25 milljónir punda. (Caught Offside)

Fyrrum framherji Manchester City og Liverpool, Mario Balotelli (34), á í viðræðum við spænska C-deildarfélagið Intercity. Ítalinn er án félags. (AS)

David Moyes hefði áhuga á að snúa aftur til Everton ef félagið skilur við Sean Dyche eftir erfiða byrjun á tímabilinu. (Football Insider)

Nýjustu meiðsli Kevin De Bruyne (33) munu ekki hafa nein áhrif á samningaviðræður hans við Manchester City. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner