Maguire til sölu á afslætti - Framtíð Haaland ekki hjá Man City
   þri 01. október 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ugarte fær að finna fyrir því - „Hvernig er þessi gæi að labba?"
Manuel Ugarte.
Manuel Ugarte.
Mynd: Man Utd
Hollenska goðsögnin Marco van Basten var lítt hrifinn af frammistöðu miðjumannsins Manuel Ugarte í 0-3 tapi Manchester United gegn Tottenham síðasta sunnudag.

Ugarte var keyptur til Man Utd frá Paris Saint-Germain í sumar fyrir um 50 milljónir punda.

Hann hefur ekki litið vel út í fyrstu leikjum sínum fyrir félagið.

„Ég sá nýjan leikmann labba um hjá Manchester United, Ugarte sem var keyptur fyrir 50 milljónir. Hvernig er þessi gæi að labba um?" sagði Van Basten í hollenska sjónvarpinu.

„Það er fáránlegt hversu miklum fjárhæðum Ten Hag hefur eytt í leikmenn sem eru ekki nægilega góðir."

Ugarte varði aðeins einu tímabili í París áður en hann skipti yfir til United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner