Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. nóvember 2019 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Bristol City missti tveggja marka forystu
Það var enginn sáttur með stigið að leikslokum.
Það var enginn sáttur með stigið að leikslokum.
Mynd: Getty Images
Barnsley 2 - 2 Bristol City
0-1 Ashley Williams ('43)
0-2 Andreas Weimann ('71)
1-2 Ango Halme ('77)
2-2 Cauley Woodrow ('94)

Fallbaráttulið Barnsley átti mjög góðan leik gegn sterku liði Bristol City í kvöld. Heimamenn í Barnsley voru óheppnir að lenda tveimur mörkum undir.

Varnarjaxlinn Ashley Williams, sem var fyrirliði Swansea í ensku úrvalsdeildinni, kom Bristol yfir rétt fyrir leikhlé. Andreas Weimann, sem skoraði 17 úrvalsdeildarmörk hjá Aston Villa, tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik.

Heimamenn voru með yfirburði allan tímann og náði finnski varnarmaðurinn Ango Halme að minnka muninn á 77. mínútu.

Sóknarþungi Barnsley jókst er tók að líða á leikinn og rataði boltinn ekki í netið fyrr en í uppbótartíma. Cauley Woodrow skoraði þá og bjargaði stigi fyrir Barnsley, sem hefði verðskuldað að sigra leikinn.

Barnsley er í fallsæti, með 9 stig eftir 15 umferðir, á meðan Bristol er í umspilsbaráttunni með 25 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner