Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. desember 2021 19:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak æfir með Breiðabliki - Skýrist á næstu tveimur vikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson æfir þessa dagana með Breiðabliki og hefur hann verið sterklega orðaður við félagið. Ísak er samningsbundinn Norwich á Englandi og lék á láni með ÍA á síðasta tímabili.

Fleiri íslensk félög hafa áhuga á Ísaki og er ÍA þar á meðal. Þá eru erlend félög einnig að skoða miðjumanninn öfluga.

Sjá einnig:
Úrvalsdeildarfélag í Skotlandi skoðar Ísak Snæ
Ísak Snær í viðræðum við Breiðablik
„Munum reyna allt sem við getum til þess að fá hann aftur til okkar"

Ísak var í æfingahópi U21 árs landsliðsins í október og á að baki 23 leiki fyrir yngri landsliðin. Óvíst er hvar hann spilar á næsta tímabili.

„Þetta skýrist á næstu tveimur vikum. Það er ekki alveg komið á hreint," sagði Ólafur Garðarson.

Fréttaritari forvitnaðist hvort menn hjá Norwich væru erfiðir varðandi kröfur um greiðslur fyrir Ísak.

„Nei, þeir eru mjög sanngjarnir og eðlilegir," sagði Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner
banner