Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   fös 01. desember 2023 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glódís sló á létta strengi varðandi umspilið - „Myndu pottþétt segja 'ekki séns'"
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Ljóst er að íslenska kvennalandsliðið fer í umspil um áframhaldandi veru í A deild Þjóðadeildarinnar eftir sigur á Wales í kvöld.


Umspilið mun fara fram í febrúar en það er ljóst að vegna aðstöðuleysis muni íslenska liðið ekki geta spilað leikinn hér á landi.

Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði og leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi var spurð út í það eftir leikinn í kvöld hvar henni dreymir um að spila í umspilinu.

„Bara á Bayern Campus. Nei ég veit það ekki," sagði Glódís og hló.

„Einhvers staðar á Spáni eða eitthvað, einhvers staðar þar sem það er aðeins hlýrra."

Hún var spurð að því hvort hún myndi hringja í yfirmenn sína og tékka á stöðunni.

„Þeir myndu pottþétt segja 'ekki séns'. Þeir tíma því ekki," sagði Glódís og hló.

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tjáði sig um aðstöðuleysið.

„Við vijum náttúrulega spila heima á Laugardalsvelli. Mér finnst bara sorglegt hvernig komið er fyrir fótboltanum á Íslandi að við séum ekki komin lengra en þetta. Íþróttamálaráðherra hefur voðalega lítið gert fyrir fótboltann hingað til og hann talar reyndar bara um þjóðarhöll. Hann hefur held ég aldrei mætt á landsleik þannig að ég held að hann geti alveg farið að skoða sinn gang. Allavega ætla ég ekki að kjósa hann," sagði Steini.


Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Athugasemdir
banner
banner
banner