Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   fös 01. desember 2023 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikill hausverkur fyrir Fantasy spilara - Watkins tæpur
Watkins fagnar marki á tímabilinu.
Watkins fagnar marki á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Ollie Watkins, sóknarmaður Aston Villa, er tæpur fyrir helgina vegna meiðsla og það er búa til hausverk fyrir Fantasy spilara sem deila nú með sjálfum sér hvort skipta eigi Watkins út eða ekki.

Rúmlega 43 prósent Fantasy spilara eru með Watkins í sínu liði en hann hefur átt afar gott tímabil með Aston Villa.

Aston Villa sækir Bournemouth heim á sunnudaginn en Unai Emery, stjóri Villa, talaði um Watkins á fréttamannafundi í dag.

„Það er ekki útilokað að hann spili. Við sjáum til á morgun hvort við tökum áhættuna eða ekki," sagði Emery við fréttamenn.

„Við munum sjá hvernig honum líður á morgun."

Watkins hefur skorað sjö deildarmörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner