Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   sun 01. desember 2024 14:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Daníel Tristan opnaði markareikninginn með stæl
Mynd: Malmö

Daníel Tristan Guðjohnsen skoraði sín fyrstu mörk fyrir aðallið Malmö í dag þegar liðið mætti Torslanda í undankeppni sænska bikarsins en Torslanda spilar í C deildinni.


Hinn 18 ára gamli Daníel Tristan var í byrjunarliðinu en þetta var fjórði leikurinn hans fyrir félagið.

Daníel kom liðinu í 2-1 seint í leiknum en Torslanda tókst að jafna metin í uppbótatíma og því þurfti að framlengja. Þar skoraði Daníel tvö mörk til viðbótar en Malmö vann leikinn 5-2.

Valgeir Lunddal Friðriksson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru báðir í byrjunarliði Dusseldorf þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Nurnberg í næst efstu deild í Þýskalandi.

Ísak jafnaði metin í 1-1 með marki úr vítaspyrnu. Þetta var fimmti leikurinn í röð sem Dusseldorf vinnur ekki en liðið er í 8. sæti með 22 stig eftir 14 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner