Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   sun 01. desember 2024 15:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd vann aldrei svona stórt undir stjórn Ten Hag
Mynd: EPA

Manchester United vann sannfærandi sigur á Everton í úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsti deildarsigur liðsins undir stjórn Ruben Amorim.


Marcus Rashford og Joshua Zirkzee skoruðu tvö mörk hvor í 4-0 sigri og þá lögðu Bruno Fernandes og Amad Diallo upp tvö mörk hvor. Rashford er kominn með þrjú mörk í tveimur deildarleikjum undir stjórn Amorim.

Þetta var í fyrsta sinn sem liðið vann leik með fjögurra marka mun í úrvalsdeildinni síðan árið 2021 þegar liðið lagði Leeds 5-1 en liðinu tókst aldrei að vinna svona stórt í deildinni undir stjórn Erik ten Hag.

Man Utd fær gott próf í næstu umferð þegar liðið heimsækir Arsenal á Emirates á miðvikudagskvöldið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner