Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
   sun 01. desember 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Fotbollskanalen.se 
Spurði Hareide hvort hann væri að grínast
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er alveg ljóst í augum Age Hareide að þjálfaraferlinum sé lokið en hann hætti með íslenska landsliðið á dögunum.


Hann tilkynnti fljótlega eftir það að þjálfaraferlinum hans væri lokið en þessi 71 árs gamli Norðmaður hefur verið að berjast við slæmt hné.

Hareide var í hlaðvarpsþætti á vegum norska ríkissjónvarpsins þar sem spyrillinn spurði hann af því hvort hann myndi vilja taka við norska landsliðinu ef það yrði í boði.

„Ég myndi segja nei," sagði Hareide einfaldlega.

Það fór ekki vel í Emil Guild, stjórnanda þáttarins.

„Ertu að grínast í mér? Er þér alvara?" Svaraði Guild.

Hareide endurtók það að hann myndi ekki taka við landsliðinu ef það stæði til boða en Hareide stýrði norska landsliðinu frá 2003-2008.


Athugasemdir
banner
banner