banner
   sun 02. febrúar 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amber Michel í Tindastól (Staðfest) - María framlengir
María Dögg í leik með Stólunum gegn KR.
María Dögg í leik með Stólunum gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll hefur fengið nýjan markvörð fyrir komandi tímabil í 1. deild kvenna.

Í fyrra varði Lauren Amie Allen mark Tindastól, en nú hefur félagið samið við markvörðinn Amber Michel. Hún hefur verið að spila í háskólaboltanum í Bandaríkjunum með San Diego.

Amber þekkir til Jacqueline Altschuld sem spilaði með Tindastól síðasta sumar. Þær léku saman í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

„Hún hefur spilað á sterku leveli í division 1 í háskólaboltanum og var meðal annars kosinn markmaður ársins í vesturdeildinni. Þrátt fyrir áhuga frá NWSL atvinnumannadeildinni ákvað hún að stökkva á ævintýrið á Íslandi," segir Guðni Þór Einarsson, þjálfari Tindastóls við Feyki.

Þá hefur María Dögg Jóhannesdóttir skrifað undir nýjan samning við Tindastól. Hún er fædd árið 2001, en hefur spilað með meistaraflokki Tindastóls frá 2016.

Hún vakti áhuga hjá félögum í efstu deild, en ákvað að taka slaginn áfram með uppeldisfélaginu.

„Hún er afar fjölhæfur leikmaður sem getur leyst flestar stöður á vellinum en nýtur sín þó best á miðjunni. Hún var þó oft notuð á kantinum síðastlðið sumar með góðum árangri," segir Guðni Þór.

Tindastóll hafnaði í þriðja sæti næst efstu deildar kvenna á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner