Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 02. febrúar 2020 13:37
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ítalía: Ronaldo og De Ligt sáu um Fiorentina
Juventus 3 - 0 Fiorentina
1-0 Cristiano Ronaldo ('40 , víti)
2-0 Cristiano Ronaldo ('80 , víti)
3-0 Matthijs de Ligt ('90 )

Fyrsta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni er nú lokið, þar tóku Ítalíumeistarar Juventus á móti Fiorentina.

Heimamenn fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn en það var Cristiano Ronaldo sem skoraði markið úr vítaspyrnu skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks.

Annað mark leiksins skoraði Ronaldo einnig og aftur skoraði hann úr vítaspyrnu, staðan orðin 2-0 þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt skoraði þriðja mark heimamanna á 90. mínútu og gulltryggði þar með sigur Juventus sem situr á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar með sex stiga forystu á Inter sem mætir Udinese í kvöld.

Fiorentina er í 14. sæti með 25 stig.
Athugasemdir
banner