Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 02. febrúar 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmaður Brighton í átta vikna fangelsi
Frá Amex-leikvanginum, heimavelli Brighton.
Frá Amex-leikvanginum, heimavelli Brighton.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmaður Brighton í ensku úrvalsdeildinni hefur verið dæmdur til átta vikna fangelsisvistar fyrir kynþáttafordóma á leik gegn Tottenham.

Hann var dæmdur sekur um kynþáttafordóma á leiknum sem var á Amex-leikvanginum, heimavelli Brighton, í október.

Paul Barber, framkvæmdastjóri Brighton, fagnar dómnum. „Það eru engar afsakanir fyrir rasisma, inn á fótboltaleikvangi eða í samfélaginu almennt."

Maðurinn sem var dæmdur sekur heitir George Reynolds. Hann hefur einnig verið settur í ævilangt bann frá leikjum Brighton og viðburðum tengdum félaginu.

Kynþáttafordómar eru stórt vandamál í fótbolta, og annars staðar. Vandamál sem þarf að uppræta.
Athugasemdir
banner
banner
banner