Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 02. mars 2024 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„FIFA er algjörlega á móti bláa spjaldinu"
Mynd: Getty Images

IFAB (Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda) hefur komið með þá hugmynd að innleiða bláa spjaldið í stærstu keppnum heims í fótboltanum en FIFA er alfarið á móti þeirri hugmynd.


Bláa spjaldið hefur verið notað í yngri flokkum en það er spjald sem er mitt á milli gula og rauða spjaldsins. Það er gefið leikmanni sem er sekur um brot og mun þurfa að fara í kælingu í ákveðinn tíma áður en hann getur snúið aftur á völlinn.

Gianni Infantino forseti FIFA er algjörlega á móti þessari hugmynd.

„FIFA er algjörlega á móti bláa spjaldinu. Úr rauðu spjaldi í blátt spjald, ekki séns. Við erum alltaf opin fyrir nýjum hugmyndum en þegar þú skoðar þetta verður maður að verja leikinn, kjarna leiksins og hefðum. Það verður ekkert blátt spjald," sagði Infantino.

Þessi hugmynd hefur ekki farið vel í marga í fótboltaheiminum en IFAB hafði hug á því að prófa þetta á þessu tímabili en hefur nú frestað því.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner