Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 02. mars 2024 23:17
Brynjar Ingi Erluson
Hlín skoraði fyrir Kristianstad
Hlín skoraði fyrir Kristianstad
Hlín skoraði fyrir Kristianstad
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hlín Eiríksdóttir var á skotskónum með sænska liðinu Kristianstad í 4-0 sigri á Örebro í æfingaleik í dag.

Íslenska landsliðskonan gerði vel í síðasta landsliðsverkefni er Ísland hélt sæti sínu í A-deild og hún fór með það gengi inn í undirbúningstímabilið með Kristianstad.

Hlín gerði fjórða mark Kristianstad í fjögurra marka sigri á Örebro. Þær Katla María Þórðardóttir, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Bergþóra Sól Ásmundsdóttir eru allar á mála hjá Örebro.

Guðrún Arnardóttir var í vörn Rosengård sem vann Köge, 1-0, í æfingaleik.

Hildur Antonsdóttir og Lára Kristín Pedersen voru í byrjunarliði Sittard sem tapaði fyrir PSV, 3-0, í hollensku deildinni.

María Catharina Ólafsdóttir Gros kom inn af bekknum hjá Sittard sem er í 4. sæti með 27 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner