Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 02. apríl 2020 14:35
Elvar Geir Magnússon
Bayern sektar Boateng - Heimsótti veikan son sinn
Jerome Boateng.
Jerome Boateng.
Mynd: Getty Images
Bayern München hefur sektað varnarmanninn Jerome Boateng eftir að hann braut skipanir yfirvalda með því að yfirgefa München.

Boateng hefur fengið sekt frá félaginu fyrir að fara of langt frá heimili sínu.

Þessi 31 árs leikmaður segir að hann virði refsinguna en segir hana þó sorglega. Hann hafi verið að fara til sonar síns sem var veikur.

„Ég geri mér grein fyrir því að það voru klár mistök að gefa félaginu ekki upplýsingar um þessa ferð mína. En sonur minn var veikur og hann var það eina sem var í huga mér," segir Boateng.

„Hann var veikur og þegar sonur kallar í föður sinn þá bregst maður við. Ef mér er refsað fyrir það þá kyngi ég því. Ég vil finna þann föður sem er ekki hjá fjögurra ára syni sínum á þessum tíma."

Bayern gefur ekki upp hversu há sekt Boateng er en segir að peningurinn fari til góðgerðarmála.
Athugasemdir
banner
banner
banner