ÍBV hefur fengið pólska markmanninn Marcel Zapytowski í sínar raðir og skrifar hann undir samning sem gildir út tímabilið.
Marcel er 24 ára og hefur leikið með Birkirkara á Möltu ásamt því að hafa leikið með Korona Kielce, Resovia Rzeszow og Wisla Plock í heimalandinu. Hann er uppalinn hjá Wisla Plock og lék þar sína fyrstu leiki á ferlinum.
Marcel er 24 ára og hefur leikið með Birkirkara á Möltu ásamt því að hafa leikið með Korona Kielce, Resovia Rzeszow og Wisla Plock í heimalandinu. Hann er uppalinn hjá Wisla Plock og lék þar sína fyrstu leiki á ferlinum.
Marcel kemur til ÍBV í gegnum TFWM umboðsskrifstofuna. Hann er nú fjórði markmaðurinn í leikmannahópi ÍBV. Fyrir voru Hjörvar Daði Arnarsson, Jón Kristinn Elíasson og Halldór Páll Geirsson í hópnum.
Fyrsti leikur ÍBV í Bestu deildinni verður á mánudag þegar liðið heimsækir Víking. ÍBV vann Lengjudeildina í fyrra og er því nýliði í deildinni í ár en liðinu er spáð 12. sæti í spá Fótbolta.net.
Komnir
Omar Sowe frá Leikni
Jörgen Pettersen frá Þrótti R.
Arnór Ingi Kristinsson frá Leikni
Jovan Mitrovic frá Serbíu
Mattias Edeland frá Svíþjóð
Milan Tomic frá Serbíu
Marcel Zapytowski frá Póllandi
Birgir Ómar Hlynsson frá Þór á láni
Þorlákur Breki Baxter frá Stjörnunni á láni
Halldór Páll Geirsson frá KFS
Farnir
Tómas Bent Magnússon í Val
Vicente Valor í KR
Guðjón Ernir Hrafnkelsson í KA
Arnór Sölvi Harðarson í ÍR
Henrik B. Máni Hilmarsson í Stjörnuna (var á láni)
Eiður Atli Rúnarsson í HK (var á láni)
Jón Ingason
Jón Arnar Barðdal í KFG
Samningslausir
Eyþór Orri Ómarsson (2003)
Athugasemdir