Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
   fim 02. maí 2019 22:24
Mist Rúnarsdóttir
Gunnar Magnús: Skrekkurinn vonandi farinn
Gunnar Magnús og lærimeyjar máttu sætta sig við tap í nýliðaslagnum
Gunnar Magnús og lærimeyjar máttu sætta sig við tap í nýliðaslagnum
Mynd: Víkurfréttir
„Fyrsti leikur er alltaf erfiður og þarna voru margar stelpur að stíga sín fyrstu skref í efstu deild. Við spiluðum á móti hörkuliði og þetta var hörkuleikur. Það er gott að fyrsta leik sé lokið en við ætluðum okkur betri úrslit,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 2-1 tap gegn Fylki í nýliðaslag Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 Keflavík

„Við vorum að þjarma að þeim og reyna allt til að ná jöfnunarmarki. Þetta eru ungar stelpur að stíga sín fyrstu skref og þær voru svolítið hræddar við að halda bolta og það sást alveg að það var smá skrekkur í þeim en hann er vonandi farinn núna,“ sagði Gunnar en Keflavíkurliðið hefur verið í basli gegn Fylki í undanförnum leikjum.

„Fylkiskonur hafa reynst okkur erfiðar. Þetta er fjórði leikurinn sem við töpum á móti þeim þannig að þetta er lið sem hefur reynst okkur erfitt.“

Þrátt fyrir tapið er Gunnar brattur og bjartsýnn fyrir framhaldinu en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan. Þar segir hann meðal annars frá því hvernig kom til þess að Keflvíkingar fengju til sín landsliðsmarkvörð frá Aserbaídsjan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner