Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
   þri 02. júní 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Við verðum pottþétt ofar en þetta
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ósammála þessari spá svo ég tali hreina íslensku. Við verðum pottþétt ofar en þetta," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag þegar hann heyrði að liðinu séð spáð 5. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Bikarmeistarar Víkings ætla sér að berjast um íslandsmeistaratitilinn í sumar en Arnar býst við rosalegri toppbaráttu.

„Markmiðið er klárlega að berjast um titilinn. Þetta verður epic mót. Það er sjaldan sem ég man eftir svona mörgum liðum sem eiga góða möguleika. Stundum tala lið með rassgatinu og þykjast eiga góðaa möguleika en það eru sex lið sem eiga séns á titlinum, ef menn hitta á réttan dag og sleppa með meiðsli."

„Stjarnan og FH hafa verið undir radarnum í vetur en ef þú rýnir í liðin, þjálfarana og umgjörðina þá eru þetta frábær lið. Breiðablik er að mínu mati með sterkari hóp en í fyrra þegar þeir náðu 2. sæti og spila mjög skemmtilegan fótbolta. Valur er með frábæran hóp og frábæran þjálfra og þetta var slys hjá þeim í fyrra. Síðan ertu með meistarana í KR þannig að þetta verður veisla."


Víkingur var að fá Kristal Mána Ingason á láni frá FC Kaupmannahöfn og Arnar segir að hópurinn sé fullmótaður fyrir sumarið.

„Hópurinn er klár og ég er mjög ánægður með hann. Við fengum Kristal núna. Hann er mjög efnilegur leikmaður og það var gott að geta gengið frá því," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner