Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 02. júní 2020 14:43
Magnús Már Einarsson
Ensk félög mega spila æfingaleiki - Þjálfarar dæma
Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa fengið grænt ljós á að spila æfingaleiki sín á milli til að undirbúa sig fyrir endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar þann 17. júní.

The Telegraph segir frá þessu í dag en mjög strangar reglur eru í kringum leikina vegna kórónaveirunnar.

Engir dómarar mega mæta á svæðið og því verða það aðilar úr þjálfaraliðinu sem dæma leikina.

Bílferð í leikinn má ekki taka meira en 90 mínútur og leikmenn verða að ferðast á eigin ökutæki.

Allir leikmenn verða einnig að hafa greinst neikvæðir í kórónaveiru prófi fyrir æfingaleikinn.
Athugasemdir
banner
banner