Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 02. júní 2023 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Anna Björk kveður stórlið Inter - Kemur hún heim?
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir hefur yfirgefið herbúðir stórliðsins Inter á Ítalíu.

Frá þessu greinir hún á Instagram.

„Allir góðir hlutir verða að taka endi. Takk kærlega fyrir þessi fallegu tvö ár. Það hefur verið mikill heiður að klæðast þessum litum og ég vil þakka stuðningsmönnunum fyrir þeirra stuðning. Til liðsfélaga minna og starfsfólksins, takk fyrir allt."

Anna Björk, sem er 33 ára, hefur komið víða við erlendis en hún hefur spilað með Örebro og Limhamn Bunkeflo í Svíþjóð, PSV í Hollandi, Le Havre í Frakklandi og Inter á Ítalíu.

Anna Björk er uppalin í KR en hún lék lengst af með Stjörnunni hér á Íslandi.

Síðast lék Anna, sem á 44 A-landsleiki að baki, með Selfossi hér heima en það heyrast strax sögur af því að hún gæti verið á heimleið. Þá er ljóst að það verður mikill áhugi á henni á meðal bestu liða Íslands.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner