29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   fös 02. júní 2023 00:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindavík
Aron Elí: Hann horfir á allan fótbolta í heiminum
Lengjudeildin
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það gekk helvíti vel í dag," sagði Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar, eftir sigur gegn Grindavík í Lengjudeildinni. „Þetta var mjög flott hjá okkur."

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  3 Afturelding

Aron Elí, sem er vinstri bakvörður, var maður leiksins en hann skoraði bæði og lagði upp.

Afturelding spilaði mjög flottan fótbolta í leiknum, voru að halda vel í boltann og var annað mark liðsins sérstaklega flott þar sem þeir héldu vel í boltann áður en þeir skoruðu. Er Afturelding að horfa á einhver lið út í heimi til þess að læra af?

„Nei, það er ekkert þannig. Maggi (þjálfari Aftureldingar) er þekktur fyrir að vera höfundurinn að þessu og hann horfir á allan fótbolta í heiminum. Hann vill kenna okkur á æfingum eitthvað sem hann sér. Við erum kannski eitthvað að stela af betri liðum og setja inn í okkar leik."

Afturelding er að berjast á toppnum en liðið er í öðru sæti með 13 stig eftir fimm leiki. Fjölnir er með jafnmörg stig fyrir ofan en betri markatölu. Bjóst Aron við því að þetta myndi ganga svona vel á þessu tímabili?

„Við erum að okkar mati búnir að spila lengi vel en kannski smá óheppnir með úrslitin. Við fengum þannig bita í glugganum í vetur... og að við erum að fá fleiri leikmenn inn fyrr. Það er margt að smella sem gerir okkur að betra liði. Við erum betri núna en við höfum verið. Það er mikið eftir og við sjáum hvað gerist," sagði Aron en markmiðið hjá liðinu er að komast upp í Bestu deildina.
Athugasemdir
banner
banner