Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   fös 02. júní 2023 00:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindavík
Aron Elí: Hann horfir á allan fótbolta í heiminum
Lengjudeildin
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það gekk helvíti vel í dag," sagði Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar, eftir sigur gegn Grindavík í Lengjudeildinni. „Þetta var mjög flott hjá okkur."

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  3 Afturelding

Aron Elí, sem er vinstri bakvörður, var maður leiksins en hann skoraði bæði og lagði upp.

Afturelding spilaði mjög flottan fótbolta í leiknum, voru að halda vel í boltann og var annað mark liðsins sérstaklega flott þar sem þeir héldu vel í boltann áður en þeir skoruðu. Er Afturelding að horfa á einhver lið út í heimi til þess að læra af?

„Nei, það er ekkert þannig. Maggi (þjálfari Aftureldingar) er þekktur fyrir að vera höfundurinn að þessu og hann horfir á allan fótbolta í heiminum. Hann vill kenna okkur á æfingum eitthvað sem hann sér. Við erum kannski eitthvað að stela af betri liðum og setja inn í okkar leik."

Afturelding er að berjast á toppnum en liðið er í öðru sæti með 13 stig eftir fimm leiki. Fjölnir er með jafnmörg stig fyrir ofan en betri markatölu. Bjóst Aron við því að þetta myndi ganga svona vel á þessu tímabili?

„Við erum að okkar mati búnir að spila lengi vel en kannski smá óheppnir með úrslitin. Við fengum þannig bita í glugganum í vetur... og að við erum að fá fleiri leikmenn inn fyrr. Það er margt að smella sem gerir okkur að betra liði. Við erum betri núna en við höfum verið. Það er mikið eftir og við sjáum hvað gerist," sagði Aron en markmiðið hjá liðinu er að komast upp í Bestu deildina.
Athugasemdir
banner
banner