Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   fös 02. júní 2023 15:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Zlatan neitar að hætta - „Ætla ekki að gefast upp"
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður AC Milan, er ekki á þeim buxunum að fara leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera elsti markaskorari Serie A á Ítalíu. Svíinn er 41 árs og verður samningslaus í lok mánaðar.

Zlatan hefur glímt við hnémeiðsli á tímabilinu og er ólíklegt að hann komi við sögu gegn Verona í lokaumferð deildarinnar um helgina vegna vöðvameiðsla.

Framherjinn hefur einungis komið við sögu í fjórum leikjum á tímabilinu og hafa heyrst sögur um að hann gæti mögulega kallað þetta gott í sumar.

„Ég er ekki fyrir það að gefast upp. En því sem þú gerir verður líka að fylgja ánægja, ég verð að vera ánægður með það sem ég geri í lífinu, sem er í dag að spila fótbolta. Við erum ekki komnir þangað ennþá. Ég er enn á því að ég hafi eitthvað fram að færa. Hugsa ég um að hætta? Nei. Hugsa ég um að halda áfram? Já."

„En ég verð að finna jafnvægi í lífinu. Ef þú finnur ekki fyrir æðruleysi og stöðugleika í því sem þú ert að gera, þá ertu sprengja og sprengjur springa,"
sagði Zlatan í viðtali við Gazzettuna.

Zlatan hjálpaði Milan að verða meistari á síðasta tímabili. Hann hefur að undanförnu verið orðaður við Monza.
Athugasemdir
banner
banner
banner