Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fim 02. júlí 2020 18:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Hull sendi Stoke niður í fallsæti
Hull City 2 - 1 Middlesbrough
0-1 Britt Assombalonga ('4 , víti)
1-1 Herbie Kane ('8 )
2-1 Mallik Wilks ('90 )

Hull City sendi Stoke City í fallsæti með því að vinna heimasigur á Middlesbrough í eina leik dagsins í Championship-deildinni.

Britt Assombalonga kom lærisveinum Neil Warnock í Boro yfir á fjórðu mínútu úr vítaspyrnu, en Herbie Kane jafnaði stuttu síðar fyrir Hull.

Middlesbrough var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum, en í uppbótartíma skoraði Mallik Wilks sigurmark Hull.

Þetta er gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Hull sem er núna í 19. sæti. Stoke er komið í fallsæti ásamt Barnsley og Luton, og er Middlesbrough einu stigi frá fallsvæðinu.
Athugasemdir