Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fim 02. júlí 2020 13:30
Elvar Geir Magnússon
Nkounkou til Everton (Staðfest)
Everton hefur fengið til sín franska vinstri bakvörðinn Niels Nkounkou en þessi nítján ára leikmaður kemur á frjálsri sölu frá Marseille.

Nkounkou er U19 landsliðsmaður Frakklands en hann spilaði með varaliði Marseille á þessu tímabili.

Hann hefur gert þriggja ára samning við Everton en Marcel Brands, yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, telur að hann geti bætt sig og þróast.

„Niels er ungur hæfileikaríkur leikmaður með flotta tækni og góða líkamsburði. Við höfum fylgst með honum í nokkurn tíma. Vonandi getur hann lært mikið af Lucas Digne og Leighton Baines," segir Brands.
Athugasemdir
banner
banner