Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 02. júlí 2022 18:12
Ívan Guðjón Baldursson
Ási Haralds hættur með Kára (Staðfest)
Ásmundur Haraldsson.
Ásmundur Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Haraldsson er hættur að þjálfa meistaraflokk Kára. Hann sagði frá þessu í samtali við Fótbolta.net í dag.

Rætt hefur verið við Aron Ými Pétursson, sem hefur verið að þjálfa yngri flokka ÍA, um að taka við liðinu en ekkert staðfest í þeim efnum enn sem komið er.

Ásmundur er aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins og er hann núna staddur í Þýskalandi með landsliðinu þar sem stelpurnar okkar eru í æfingabúðum til að búa sig undir EM, eftir að hafa unnið Pólland í æfingalandsleik.

Ási var aðstoðarþjálfari Ólafs Kristjánssonar hjá FH áður en hann tók við Kára fyrir síðustu leiktíð. Kári féll úr 2. deild og er í dag með 13 stig eftir níu umferðir, í sjötta sæti 3. deildar.

Hægt er að hlusta á gott spjall við Ása í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net hér að neðan en þar talar hann aðeins um Kára og verkefnið sem hann var í þar. Honum þótti það skemmtilegt, en stígur núna til hliðar og einbeitir sér að öðrum verkefnum.
Saga aðstoðarþjálfarans - Frá KF Nörd á Evrópumótið í Englandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner