Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli hefur áhuga á Ronaldo
Ronaldo þekkir vel til á Ítalíu eftir að hafa verið lykilmaður í sterku liði Juventus.
Ronaldo þekkir vel til á Ítalíu eftir að hafa verið lykilmaður í sterku liði Juventus.
Mynd: Getty Images

Ítalska félagið SS Napoli hefur áhuga á að festa kaup á portúgölsku markavélinni Cristiano Ronaldo.


Ronaldo er 37 ára gamall og krefst þokkalegra launa en langt er síðan fjárhagsmál Napoli voru nægilega góð til að kaupa slíka stórstjörnu og borga henni laun.

The Athletic greinir frá því að Napoli sé að íhuga að leggja fram tilboð í Ronaldo sem vill spila í Meistaradeildinni. Hann er ekki sáttur með að Manchester United hafi endað í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og sé ekki búið að kaupa einn einasta leikmann í sumar.

Þau eru ekki mörg stórliðin sem virðast hafa nægan áhuga á Ronaldo til að kaupa hann frá Manchester. Hann hefur beðið félagið um samþykkja raunhæf tilboð í sig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner