Viktor Gyökeres, sóknarmaður Sporting Lissabon, er á barmi þess að ganga til liðs við Arsenal eftir flóknar viðræður.
Arsenal og Sporting náðu að lokum samkomulagi um kaupverð upp á 55 milljónir punda auk viðbótargreiðslna upp á 8,6 milljónir. Gyökeres, sem skoraði 54 mörk í 52 leikjum fyrir Sporting á síðasta tímabili, mun skrifa undir fimm ára samning.
Arsenal og Sporting náðu að lokum samkomulagi um kaupverð upp á 55 milljónir punda auk viðbótargreiðslna upp á 8,6 milljónir. Gyökeres, sem skoraði 54 mörk í 52 leikjum fyrir Sporting á síðasta tímabili, mun skrifa undir fimm ára samning.
Anders Limpar, fyrrverandi leikmaður Arsenal, starfaði með Gyökeres hjá Brommapojkarna á sínum tíma.
„Hann er ótrúlega vinnusamur framherji sem er alltaf að koma sér í færi. Með góða og skapandi leikmenn í kringum sig eins og Martin Ödegaard þá spái ég því að Gyökeres skori 25 mörk á sínu fyrsta tímabili með Arsenal," segir Limpar. „Hann er mikill fagmaður og mun fullkomna sóknarleik Arsenal."
Athugasemdir