Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo
Powerade
Brasilíski vængmaðurinn Rodrygo.
Brasilíski vængmaðurinn Rodrygo.
Mynd: EPA
Alexander Isak, sóknarmaður Newcastle.
Alexander Isak, sóknarmaður Newcastle.
Mynd: EPA
Fer Wissa til Newcastle?
Fer Wissa til Newcastle?
Mynd: EPA
Velkomin með okkur í slúðurpakkann í boði Powerade á þessum hressa miðvikudegi. Leikmannamál Liverpool og launamál Alexander Isak eru meðal þess sem er í pakka dagsins.

Brasilíski kantmaðurinn Rodrygo (24) hjá Real Madrid gæti komið í stað Luis Díaz (28) hjá Liverpool ef kólumbíski landsliðsmaðurinn yfirgefur Anfield. (Florian Plettenberg)

Rodrygo sér ekki fram á að vera í stóru hlutverki hjá Real Madrid og Liverpool hefur þegar rætt við umboðsmenn hans. Liverpool er í lykilstöðu til að fá hann. (Santi Aouna)

Sænski framherjinn Alexander Isak (25) vill fá 300 þúsund pund á viku til að skrifa undir nýjan samning við Newcastle. (Talksport)

Brentford hefur hafnað 30 milljóna punda tilboði frá Newcastle í sóknarmanninn Yoane Wissa (28). Newcastle mun gera nýtt tilboð. (Tbrfootball)

Atalanta og Lazio hafa áhuga á danska framherjanum Rasmus Höjlund (22) hjá Manchester United. (Footmercato)

Nottingham Forest var ekki ánægt með hvernig Tottenham höndlaði tilboð sitt í enska miðjumanninn Morgan Gibbs-White (25) og vill frekar selja hann til annars félags. Forest sakar Spurs um að hafa rætt við Gibbs-White án leyfis. (Mail)

Atletico Madrid hefur hafið viðræður við Chelsea um kaup á Renato Veiga (21) en Lundúnafélagið vill fá um 35 milljónir punda fyrir portúgalska miðvörðinn. (Fabrizio Romano)

Everton hefur áhuga á Adam Aznou (19), marokkóskum vinstri bakverði Bayern München. (Athletic)

Úlfarnir eru að nálgast kaup á Jhon Arias (25), vængmanni Fluminense, og Marc Pubill (22), spænskum hægri bakverði Almeria. (Telegraph)

Manchester United fylgist með Dan Sinate (19), vinstri bakverði Angers. Ólíklegt er að félagið geri tilboð í Malí-manninn fyrr en í janúar í fyrsta lagi. (Sun)

Everton hefur áhuga á Samuel Lino (25) hjá Atletico Madrid, en spænska félagið er opið fyrir tilboðum í brasilíska kantmanninn. (AS)

Daniel Farke, stjóri Leeds United, segir að spænski framherjinn Mateo Joseph (21) hafi beðið um að fara. (Yorkshire Evening Post)

Derby County hefur boðið 3 milljónir punda í Callum Brittain (27) hjá Blackburn. (EFL Analysis)

Queens Park Rangers hefur fengið tilboð frá Luton Town í enska framherjann Charlie Kelman (23). (West London Sport)
Athugasemdir
banner
banner