Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 09:11
Elvar Geir Magnússon
Zubimendi og Nörgaard spila sinn fyrsta leik með Arsenal
Martin Zubimendi.
Martin Zubimendi.
Mynd: Arsenal
Klukkan 11:30 að íslenskum tíma mætast Arsenal og AC Milan í æfingaleik sem fram fer í Singapúr.

Stuðningsmenn Arsenal geta þar í fyrsta sinn horft á Martin Zubimendi og Christian Nörgaard spila í búningi Arsenal.

Það var löng fæðing hjá Arsenal að fá Zubimendi frá Real Sociedad. Þessi frábæri miðjumaður hefur reyndar spilað einn leik með Arsenal en það var æfingaeikur gegn Watford sem var leikinn fyrir luktum dyrum.

Zubimendi er 26 ára og varð Evrópumeistari með Spánverjum. Á síðasta ári virtist hann á leið til Liverpool en hafnaði því að ganga í raðir félagsins.

Nörgaard er danskur miðjumaður sem var fyrirliði Brentford og var keyptur í sumar. Hann er 31 árs.



Athugasemdir
banner
banner