Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salan á Orra enn sú stærsta í sögu FCK
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FC Kaupmannahöfn hefur selt miðjumanninn Victor Froholdt til Porto fyrir 20 milljónir evra.

Danskir fjölmiðlar höfðu fjallað um að salan væri sú stærsta í sögu FC Kaupmannahafnar en það er ekki alveg rétt.

Kaupverðið gæti farið upp í 22 milljónir evra með bónusum. Orri Steinn Óskarsson var í fyrra seldur frá FCK til Real Sociedad og var það stærsta sala í sögu FCK, og er það enn. Orri var seldur fyrir 20 milljónir evra og gæti það verð hækkað í 23 milljónir evra með bónusum.

Froholdt er bara 19 ára gamall en hefur þrátt fyrir það verið í stóru hlutverki hjá FCK.

Hann hefur þá spilað tvo A-landsleiki fyrir Danmörku þrátt fyrir ungan aldur og er greinilega mjög spennandi leikmaður.

Jacob Neestrup, þjálfari FCK, segir að þróunin á Froholdt undanfarið hafi verið ótrúleg. Neestrup segir fjárhagspakkinn vera stóran en það sé gífurlega svekkjandi að missa leikmanninn.

Hér fyrir neðan má sjá Froholdt með Andre Villas-Boas, forseta Porto.


Athugasemdir
banner