Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 13:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rob Holding orðaður við Bandaríkin - Eltir hann Sveindísi?
Rob Holding.
Rob Holding.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslandsvinurinn Rob Holding er núna orðaður við Colorado Rapids í Bandaríkjunum.

Hinn 29 ára gamli Holding er samningsbundinn Crystal Palace en mun líklega yfirgefa félagið í sumar þar sem hann er ekki inn í myndinni þar.

Hann var á láni hjá Sheffield United á síðasta tímabili og eru félög í Championship-deildinni sögð horfa til hans. En félög í MLS-deildinni gera það líka.

Holding er kærasti íslensku landsliðskonunnar Sveindísar Jane Jónsdóttur sem samdi nýverið Angel City í Bandaríkjunum. Holding sagði nýverið að draumur sinn væri að spila í MLS-deildinni.

„Við sjáum hvað gerist í framtíðinni. Draumur minn hefur alltaf verið að spila í MLS-deildinni (í Bandaríkjunum). Þegar hún fékk tækifæri til að fara þangað, þá studdi ég við bakið á henni. Ég sé hvert framtíðin leiðir mig en við verðum vonandi einn daginn bæði í Bandaríkjunum að spila fótbolta," sagði Holding við Fótbolta.net fyrir stuttu.

Þess má geta að það tekur um tvo tíma að fljúga frá Los Angeles til Colorado.
Athugasemdir
banner