Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 10:40
Elvar Geir Magnússon
Mbappe skiptir um treyjunúmer
Kylian Mbappe (til vinstri).
Kylian Mbappe (til vinstri).
Mynd: EPA
Spænskir fjölmiðlar segja frá því að Kylian Mbappe sé að fara að skipta um treyjunúmer hjá Real Madrid og muni spila í númer 10 eftir að Luka Modric yfirgaf félagið.

Mbappe var númer 9 á sínu fyrsta tímabili hjá Mardídarliðinu en hann spilar númer 10 hjá franska landsliðinu.

Real Madrid telur að það hafi jákvæð markaðsleg áhrif að hann verði númer 10.

Annars er það að frétta af Real Madrid að Rodrygo gæti verið á förum. Xabi Alonso stjóri liðsins hefur sagt að það gæti verið erfitt fyrir leikmanninn að fá mikinn spiltíma.

Rodrygo var ekki valinn í byrjunarlið liðsins í 4-0 tapinum gegn PSG í undanúrslitum HM félagsliða. Hann hefur verið orðaður við félög eins og Arsenal, Liverpool og Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner