Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur og Breiðablik mætast um verslunarmannahelgina
Kvenaboltinn
Natasha Anasi mætir sínum gömlu félögum í Breiðabliki um verslunarmannahelgina.
Natasha Anasi mætir sínum gömlu félögum í Breiðabliki um verslunarmannahelgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leik Vals og Breiðabliks í Bestu deild kvenna hefur verið breytt vegna þátttöku Vals og Breiðabliks í Evrópukeppnum félagsliða.

Leikurinn fer núna fram á frídegi verslunarmanna, þann 4. ágúst.

Besta deild kvenna

Valur - Breiðablik

Var: Mánudaginn 28. júlí kl. 18.00 á N1 vellinum Hlíðarenda
Verður: Mánudaginn 4. ágúst kl. 18.00 á N1 vellinum Hlíðarenda

Fá erfiða mótherja
Bæði lið fá erfiða mótherja í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en Breiðablik þarf fyrst að vinna sigurvegara riðils úr 1. umferð og svo væntanlega að leggja hollensku meistarana í Twente til að komast í 3. umferðina.

Þau lið sem eru í umræddum riðli og koma þar með til greina sem mótherji Breiðabliks eru Cardiff City frá Wales, Athlone Town frá Írlandi og Agram frá Króatíu.

Valur mætir Sporting Braga frá Portúgal í undanúrslitum 2. umferðar. Í seinni leiknum verður svo Inter Milan frá Ítalíu eða Brann frá Noregi andstæðingur Vals í baráttunni um að komast í 3. umferðina
Athugasemdir
banner
banner