Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 09:48
Elvar Geir Magnússon
Brynjar Ingi til Greuther Fürth (Staðfest)
Brynjar Ingi er kominn til Þýskalands.
Brynjar Ingi er kominn til Þýskalands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þýskur fótbolti hefur verið markmið mitt í langan tíma. Þegar ég var í viðræðunum var ég strax ákveðinn í að ég vildi koma hingað," segir Brynjar Ingi Bjarnason sem er búinn að semja við þýska félagið Greuther Fürth.

Stephan Fürstner, íþróttastjóri félagsins, segir að Brynjar komi með skandinavískt hugarfar. „Hann er jarðbundinn náungi með sjálfstraust. Hann er öflugur í loftinu og það getur líka nýst sóknarlega," segir Fürstner.

Greuther Fürth endaði í 13. sæti þýsku B-deildarinnar á síðasta tímabili en félagið kaupir miðvörðinn frá HamKam. Hann skrifaði undir samning til 2027 og verður í treyju númer 25.

Brynjar Ingi er 25 ára KA maður sem hefur verið erlendis í atvinnumennsku frá sumrinu 2021. Hann fór fyrst til Lecce, næst til Vålerenga og hefur verið hjá HamKam í rúm tvö ár. Hann hefur verið fastamaður á tímabilinu, spilað nánast allar mínútur frá því í janúar.

Brynjar á að baki 17 A-landsleiki, spilaði 17. leikinn gegn Hollandi fyrir 13 mánuðum síðan.


Athugasemdir
banner