Möguleg skipti Jadon Sancho frá Manchester United til Juventus eru í biðstöðu þessa stundina.
Juventus þarf að selja leikmenn til að ganga frá kaupum á Sancho eftir að hafa keypt portúgalska kantmanninn Francisco Conceicao í gær fyrir 32 milljónir evra.
Ítalska stórliðið er að selja hinn efnilega Samuel Mbangula til Werder Bremen en Juve þarf einnig að selja annað hvort Timothy Weah eða Nico Gonzalez til að geta landað Sancho.
Marseille er á meðal félaga eftir Weah en félagið á eftir að gera tilboð í hann.
Man Utd verðmetur Sancho á í kringum 25 milljónir punda. Hann fór ekki með United í æfingaferð.
Athugasemdir