Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   mið 23. júlí 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Javi Guerra færist nær Man Utd
Mynd: EPA
El Chiringuito segir að Manchester United sé nálægt munnlegu samkomulagi við Javi Guerra, 22 ára leikmann Valencia, um kaup og kjör.

AC Milan og Atletico Madrid hafa einnig sýnt honum áhuga og þá hefur hann fundað með Valencia um mögulegan nýjan samning.

Manchester United er sagt tilbúið að borga 25 milljónir evra fyrir Guerra en það er nálægt þeim verðmiða sem Valencia hefur sett á hann.

Guerra er miðjumaður sem er góður með boltann og með mikla tæknilega getu. Manchester United hefur haft augastað á honum síðustu ár.
Athugasemdir
banner
banner