Írski sóknarmaðurinn Evan Ferguson er genginn í raðir Roma á eins árs lánssamningi frá Brighton.
Síðasta tímabil var erfitt fyrir Ferguson, hann glímdi við meiðsli og náði sér svo ekki á strik og færðist aftar í goggunarröðinni hjá Brighton.
„Hann vill spila reglulega og þetta er tækifæri fyrir hann í sterkri deild og með möguleika á því að spila í Evrópukeppni," segir Fabian Hurzeler, stjóri Brighton.
Ferguson var lánaður til West Ham í seinni hlusta síðasta tímabils en spilaði bara átta leiki undir stjórn Graham Potter. Hann er 20 ára gamall og var tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn tímabilið 2022-23 þegar hann skoraði níu mörk fyrir Brightob.
Hann hefur hinsvegar aðeins skorað eitt mark í félagsliðabolta síðan í nóvember 2023 og ólíklegt var að hann fengi mikið að spila í upphafi nýs tímabils ef hann hefði verið áfram hjá Brighton.
Síðasta tímabil var erfitt fyrir Ferguson, hann glímdi við meiðsli og náði sér svo ekki á strik og færðist aftar í goggunarröðinni hjá Brighton.
„Hann vill spila reglulega og þetta er tækifæri fyrir hann í sterkri deild og með möguleika á því að spila í Evrópukeppni," segir Fabian Hurzeler, stjóri Brighton.
Ferguson var lánaður til West Ham í seinni hlusta síðasta tímabils en spilaði bara átta leiki undir stjórn Graham Potter. Hann er 20 ára gamall og var tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn tímabilið 2022-23 þegar hann skoraði níu mörk fyrir Brightob.
Hann hefur hinsvegar aðeins skorað eitt mark í félagsliðabolta síðan í nóvember 2023 og ólíklegt var að hann fengi mikið að spila í upphafi nýs tímabils ef hann hefði verið áfram hjá Brighton.
???? Un messaggio da Evan…#ASRoma pic.twitter.com/UNBDS1qnsn
— AS Roma (@OfficialASRoma) July 23, 2025
Athugasemdir