Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 09:19
Elvar Geir Magnússon
Æfingaleikur: FH vann 5-0 á gervigrasi
Kjartan Kári var meðal markaskorara.
Kjartan Kári var meðal markaskorara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH heimsótti Leikni í Breiðholtið í gær og vann 5-0 sigur í æfingaleik sem fram fór á gervigrasvelli Leiknismanna.

Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Björn Daníel Sverrisson, Úlfur Ágúst Björnsson, Kristján Flóki Finnbogason og Kjartan Kári Halldórsson skoruðu mörkin.

FH vann 5-0 sigur í síðasta deildarleik sem liðið spilaði, gegn KA fyrir tíu dögum. Næsti leikur liðsins er gegn Val á Hlíðarenda á sunnudaginn.

Mikið hefur verið talað um vandræði FH með að vinna sigra á gervigrasi en liðið átti ekki í vandræðum með Leiknismenn, sem sitja í fallsæti í Lengjudeildinni. FH hefur ekki unnið leik á gervigrasi í Bestu deildinni i sumar.

Staðan var 1-0 í hálfleik í gær en Leiknir spilaði seinni hálfleik á 2. flokki en liðið á leik gegn HK í Kórnum í Lengjudeildinni í föstudag.

FH er í áttunda sæti Bestu deildarinnar en vonast til þess að vera í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp.


Athugasemdir
banner