Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 14:01
Elvar Geir Magnússon
Chelsea í viðræðum við Hato
Mynd: EPA
Chelsea er í viðræðum við Ajax um miðvörðinn Jorrel Hato. Frá þessu greinir skúbbkóngurinn og félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano.

Hato er aðeins nítján ára og er í forgangi hjá Enzo Maresca, stjóra Chelsea, að fá hann í sínar raðir.

Romano hefur eftir umboðsmanni Hato að Chelsea hafi sett sig í samband við Ajax og leikmaðurinn sé nú í viðræðum við Lundúnafélagið.

Táningurinn lék 50 leiki í öllum keppnum fyrir Ajax á síðasta tímabili og hefur þegar leikið sex landsleiki fyrir Holland.


Athugasemdir
banner
banner