mán 02. ágúst 2021 11:00
Fótbolti.net
Elli Eiríks flautar í Kópavogi - Leiknisliðið laust úr sóttkví og spilar á morgun
Leiknismenn eru lausir úr sóttkví.
Leiknismenn eru lausir úr sóttkví.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
15. umferð Pepsi Max-deildarinnar fer af stað í kvöld með afskaplega spennandi leik milli Breiðabliks og Víkings. Heimamenn geta komið sér upp í þriðja sætið með sigri en ef Víkingar vinna fara þeir á toppinn.

Valsmenn eru á toppnum en þeir eiga stórleik gegn KR, sem er í þriðja sætinu, á miðvikudagskvöld.

Á morgun verða tveir leikir. Þar á meðal leikur Fylkis og Leiknis í Árbænum. Breiðholtsliðið lenti í sóttkví í síðustu viku þegar leikmaður liðsins greindist með veiruna.

Leikmannahópurinn fór í skimun á laugardag og losnaði í kjölfarið úr sóttkví svo leikurinn fer fram á tilsettum tíma.

Hér má sjá hvaða leikir eru í 15. umferðinni en búið er að opinbera hverjir dæma í kvöld og á morgun.

mánudagur 2. ágúst
19:15 Breiðablik-Víkingur R. | Erlendur Eiríksson

þriðjudagur 3. ágúst
18:00 KA-Keflavík | Helgi Mikael Jónasson
19:15 Fylkir-Leiknir R. | Egill Arnar Sigurþórsson

miðvikudagur 4. ágúst
19:15 Stjarnan-ÍA
19:15 FH-HK
19:15 Valur-KR

Hér má sjá stöðuna í Pepsi Max-deild karla.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner