Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. ágúst 2021 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Komst í gegnum mikinn storm þegar allt var orðið vitlaust"
Hvar endar Newcastle?
Hvar endar Newcastle?
Mynd: Getty Images
Newcastle er spáð 16. sæti í spá fréttamanna Fótbolta.net fyrir ensku úrvalsdeildina.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum, gefur sitt álit á öllum liðum deildarinnar hér á Fótbolta.net. Nýverið greindum við frá því að enski boltinn yrði áfram hjá Símanum.

„Það má ekki taka það af Steve Bruce að hann komst í gegnum mikinn storm þegar allt var orðið vitlaust bæði innan sem utan búningsklefans. Newcastle endaði tímabilið vel og lauk mótinu í 12. sæti sem var virkilega vel gert," segir Tómas.

„Þeir svörtu og hvítu hafa verið rólegir á félagaskiptamarkaðnum en ekki misst neina af sínum máttarstólpum."

„Það má alveg búast við öðru sæmilegu tímabili frá Newcastle ef Bruce fær smá liðsstyrk, og jafnvel eins og einn Joe Willock aftur á láni frá Arsenal. Það verður samt væntanlega lítið keypt því Ashley ætlar ekki að eyða krónu í von um að geta selt félagið bráðlega til Arabíu."

Sjá einnig:
Læti á æfingu Newcastle - Kallaði stjórann 'hugleysingja"
Ritchie biðst afsökunar á rifrildinu við Bruce
Athugasemdir
banner
banner