Enzo Maresca, nýr stjóri Chelsea, hefur staðfest að Cole Palmer verði vítaskytta liðsins á næstu leiktíð.
Palmer var mjög örugg vítaskytta fyrir Chelsea á síðasta tímabili, en á einum tímapunkti myndaðist rifrildi á milli leikmanna liðsins á vellinum út af vítaspyrnu. Nicolas Jackson og Noni Madueke reyndu þá að taka boltann af Palmer þegar Chelsea fékk vítaspyrnu.
Palmer var mjög örugg vítaskytta fyrir Chelsea á síðasta tímabili, en á einum tímapunkti myndaðist rifrildi á milli leikmanna liðsins á vellinum út af vítaspyrnu. Nicolas Jackson og Noni Madueke reyndu þá að taka boltann af Palmer þegar Chelsea fékk vítaspyrnu.
Chelsea vann 3-0 sigur á Club America í æfingaleik á dögunum og þar skoruðu Christopher Nkunku og Madueke báðir af vítapunktinum, en Maresca segir að Palmer verði vítaskyttan og um það verði ekkert rifist.
„Ég ræð hver tekur vítaspyrnurnar, ekki leikmennirnir," segir Maresca.
„Ég skil af hverju Noni vill taka vítaspyrnur og hann tók seinni vítaspyrnuna í þessum leik. En ég er maðurinn sem tek ákvarðanirnar. Og þegar hann kemur til baka, þá er Cole klárlega vítaskyttan."
Athugasemdir